Fara í efni

Laus staða ráðgjafa í félagsþjónustu

Norðurþing auglýsir eftir ráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu Norðurþings. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Viðkomandi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lög um um þjónustu við fatlað fólk með langvarnadi stuðningsþarfir nr. 38/2018, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og öðrum lögum er lúta að sviðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð :

  • Umsjón og ábyrgð á fagsviði málaflokks félagsþjónustu í samstarfi og samráði við Félagsmálstjóra
  • Umsjón og ábyrgð á þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tengslum við félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni flóttafólks, húsnæðismál, áfengis- og vímuefnavanda og flr.
  • Umsjón og ábyrgð með áætlanagerð, sískráningu og endurgreiðslu fjárhagsaðstoðar til viðeigandi aðila.
  • Utanumhald og ábyrgð á teymisvinnu og annarri samvinnu félagsþjónustu við hlutaðeigandi aðila.
  • Umsjón og utanumhald með samráðsfundum félagsþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af störfum í félagsþjónustu sveitarfélaga er æskileg
  • Þekking og reynsla af vinnu og meðferð mála með einstaklingum og fjölskyldum er æskileg.
  • Reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði. Þekking á OneSystems er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi
  • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins
  • Jákvæður agi, sáttameðferð, þjónandi leiðsögn eða önnur sérþekking er kostur

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2024. Umsóknir sendist á lara@nordurthing.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar gefur Lára Björg Friðriksdóttir Félagsmálastjóri Norðurþings í síma 464-6100 eða á netfangi lara@nordurthing.is