Listamaður Norðurþings 2024 - opið fyrir umsóknir
Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Norðurþingi og vilja hljóta nafnbótina Listamaður Norðurþings 2024.
Nafnbótinni Listamaður Norðurþings fylgir starfsstyrkur að upphæð 500.000 kr.
Reglur um Listamann Norðurþings má finna á vef Norðurþings - www.nordurthing.is
Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað 19. maí n.k. á rafrænu eyðublaði á vef Norðurþings
Helstu upplýsingar veitir Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi og hægt er að hafa
samband með tölvupósti á netfangið nele@nordurthing.is eða í síma 464-6100
Listamaður Norðurþings skal vera reiðubúinn að vinna með menningarfulltrúa sveitarfélagsins að
því að efla áhuga á list og listsköpun í sveitarfélaginu og taka þátt í viðburðum samfélagsins með það að leiðarljósi.
Hér má finna eyðublað til að sækja um nafnbótina Listamaður Norðurþings