Fara í efni

Rekstrarstjóri hafna

REKSTRARSTJÓRI HAFNA

Hafnasjóður Norðurþings auglýsir 100% starf rekstrarstjóra hafna laust til umsóknar.

Rekstrarsstjóri hafna fer með daglega stjórn hafna Norðurþings. Hann er yfirmaður starfsmanna og hafnaþjónustu á öllum starfssvæðum Hafnasjóðs en sjóðurinn rekur þrjár hafnir, á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.

Rekstrarstjóri hafna starfar undir sveitarstjóra sem jafnframt er hafnastjóri.

Ábyrgðar- og starfssvið:

 • Ábyrgð á daglegri starfsemi hafna Norðurþings
 • Ábyrgð á að unnið sé að hafnar- og farmvernd í samræmi við lög og reglugerðir
 • Ábyrgð á að lögbundnu verklagi og skýrslugerð við meðferð og skráningu afla sé fylgt
 • Annast fjármálastjórn, áætlanagerð og kostnaðareftirlit með einstökum tekju- og kostnaðarþáttum hafnanna sem og eftirlit með fjárhagskuldbindingum Hafnasjóðs
 • Umsjón og eftirfylgni með framkvæmdum á hafnasvæði
 • Samskipti við viðskiptavini hafnanna
 • Annast samskipti og uppgjör við Samgöngustofu
 • Umsjón með uppbyggingu og markaðsstarfi hafnanna

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. skipstjórnar- eða vélstjórnarréttindi, tækni- og /eða iðnmenntun er kostur
 • Reynsla af rekstri og stjórnun.
 • Þekking af hafnsækinni starfsemi er kostur.
 • Þekking af opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Færni í að koma frá sér efni í ræðu og riti

Norðurþing er víðfemt, fjölbreytt og metnaðarfullt sveitarfélag á Norðausturlandi með þrjá þéttbýliskjarna, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Íbúar eru um 3250 talsins.

Norðurþing er góður búsetukostur, m.a. vegna góðra leik, grunn- og framhaldsskóla, fjölbreytts atvinnulífs og þjónustu, kraftmikils íþróttastarfs, auðugs félags- og menningarlífs, veðursældar og stórbrotinnar náttúrufegurðar.

Mikil uppbygging og spennandi tímar eru framundan hjá höfnum Norðurþings, bæði í þjónustu við atvinnulíf, iðnað, skemmtiferðaskip og vegna hugmynda um uppbyggingu Græns iðngarðs á Bakka.

Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2024.

Allt áhugasamt fólk er hvatt til að sækja um starfið.

Með umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilskrá auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Um fullt starf er að ræða og eru laun greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Sótt er um starfið hér

Nánari upplýsingar veita:

Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is