Fara í efni

Starf félagsmálastjóra Norðurþings laust til umsóknar

Norðurþing óskar eftir öflugum aðila í starf félagsmálastjóra hjá sveitarfélaginu.

Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagslegri þjónustu Norðurþings en sveitarfélagið sinnir einnig félagsþjónustu við þrjú nágrannasveitarfélög á grunni þjónustusamninga. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun í félagsþjónustu á svæðinu. Undir þjónustuna fellur barnavernd, félagsþjónusta, jafnréttis- og öldrunarmál auk málefna fatlaðra. Félagsmálastjóri heyrir undir sviðsstjóra velferðarsviðs.

Starfssvið og helstu verkefni:

 • Fagleg forysta í málefnum félagsþjónustu, gæðamál og þróun þjónustunnar.
 • Ábyrgð á stjórnun og rekstri félagsþjónustunnar.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni.
 • Stefnumótun og samningagerð.
 • Teymisvinna með öðrum sérfræðingum á velferðasviði.
 • Undirbúningur og eftirfylgni funda fagráða og nefnda á sviðinu.
 • Upplýsingagjöf og samskipti við notendur, ráðuneyti og hagaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsmenntun sem nýtist er kostur.
 • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er nauðsynleg.
 • Reynsla af rekstri og áætlanagerð er nauðsynleg.
 • Þekking á lögum og reglugerðum er varða starfsemina er kostur.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og af félagsþjónustu sveitarfélaga er kostur.
 • Góðir forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð þekking og færni í tölvunotkun.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Norðurþing er víðfemt, fjölbreytt og metnaðarfullt sveitarfélag á Norðausturlandi með þrjá þéttbýliskjarna, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Íbúar eru um 3200 talsins.

Norðurþing er góður búsetukostur, m.a. vegna góðra leik, grunn- og framhaldsskóla, fjölbreytts atvinnulífs og þjónustu, kraftmikils íþróttastarfs, auðugs félags- og menningarlífs, veðursældar og stórbrotinnar náttúrufegurðar.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2023.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Allt áhugasamt fólk er hvatt til að sækja um starfið. Sótt er um starfið hér

Starfshlutfallið er 100%. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.