Fara í efni

Tilkynning til kattaeigenda í Norðurþingi

Ágætu kattaeigendur!

Athygli er vakin á því að lausaganga katta er bönnuð með öllu í þéttbýlisstöðum í Norðurþingi og án allra undantekninga.

Sjá hér samþykkt Norðurþings um hunda- og kattahald.

Nú er runninn upp sá tími að varp fugla er hafið og því afar mikilvægt að kettir gangi alls ekki lausir.

Framundan er átak í að handsama lausa ketti og þurfa eigendur katta sem verða handsamaðir að greiða handsömunargjald, auk alls annars kostnaðar vegna brotsins, til að leysa þá út skv. gjaldskrá sveitarfélagsins um hunda- og kattahald. Handsömunargjald fyrir óskráð dýr er hærra en fyrir þau sem eru á skrá.

Ítrekuð brot á samþykkt Norðurþings og hunda- og kattahald getur leitt til þess að viðkomandi dýr verði fjarlægt af heimili.

Hér er slóð á skráningarsíðu Norðurþings fyrir ketti.

Kattaeigendur, vinsamlegast virðið lausagöngubann katta!

Dýraeftirlit Norðurþings og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs