Fara í efni

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2024 að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felur í sér breytingu á byggingarreit við Naustagarð 2 og tilfærslu á bílastæðum. Skilgreindur er byggingarreitur norðan við Hafnarstétt 1 og bílastæði felld út að hluta. Flotbryggja er lengd um 15 m ásamt því að stærð og staðsetning flotbryggja nyrst á skipulagsvæðinu er teiknuð til samræmis við fyrirliggjandi mannvirki.

Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á skipulagsgátt (skipulagsgatt.is), heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem að hún hangir upp á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagstillögunnar er frá 25. janúar 2024 til og með 7. mars 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing í gegnum skipulagsgatt.is, í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is, eða til skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík fyrir 7. mars 2024.

Hér má sjá breytingu á deiliskipulagi miðhafnar

Auglýsingin á skipulagsgátt

 

 

Húsavík 19. janúar 2024

Skipulagsfulltrúi Norðurþings