Fara í efni

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030, Stórhóll – Hjarðarholt og deiliskipulags sama svæðis

Sveitastjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 21.8.2025 að kynna tillögu að breytingu aðalskipulags Stórshóls – Hjarðarholts á Húsavík, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 1.7.2025 að auglýsa breytingu deiliskipulags Stórhóls – Hjarðarholts á Húsavík, skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar fela í sér þéttingu byggðar og fjölgun íbúða um allt að 80 á skipulagssvæðinu. Breyting aðalskipulags felur eingöngu í sér breytingu á greinargerð aðalskipulags og skilmálum fyrir uppbyggingu á íbúðarsvæðunum. Samhliða breytingu aðalskipulags hefur verið unnin tillaga að breytingu deiliskipulags sama svæðis.

Breytingartillaga aðalskipulags er sett fram með greinargerð. Breytingartillaga deiliskipulags er sett fram með greinargerð, skipulagsuppdrætti og skýringarmyndum í blaðstærð A1.

Breytingartillögur er til kynningar á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Kynningartími skipulagstillagnanna er frá 22.9.2025 til og með 3.11.2025. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 3.11.2025. Tekið verður á móti ábendingum í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, (www.skipulagsgatt.is) undir málsnúmerum 1178/2024 og 659/2024.

Fylgigögn:
Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 Íbúðarbyggð við Stórhól - Hjarðarholt
Skýringarmynd 1
Skýringarmynd 2
Skýringarmynd 3
Sneiðingar
Deiliskipulag
Endurskoðun deiliskipulags

 

 

Húsavík, 16. september 2025
Skipulagsfulltrúi Norðurþings