Skíðaganga hefur átt vaxandi vinsældum að fagna undanfarin ár.
Hægt er að búa til gönguspor með tiltölulega einföldum útbúnaði og hefur verið troðið gönguspor við Kópasker þegar aðstæður leyfa undanfarin ár. Kristján Halldórsson hefur séð um að leggja gönguspor í sínum frítíma rétt utan við Kópasker og hafa margir notið góðs af því.