Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka. Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og mun Karen hafa það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta.
Fyrirhugaður er 129. fundur sveitarstjórnar Norðurþings, þriðjudaginn 27. desember 2022 kl 08:30 í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Um er að ræða aukafund sveitarstjórnar vegna fyrsta máls á dagskrá fundarins.
Nú þegar færðin er farin að þyngjast eru íbúar minntir á að moka þarf vel frá sorptunnum og hálkuverja til að auðvelda aðgengi að tunnunum og tryggja skilvirka sorphirðu.