Falli maki frá eða sambýlingu þarf að sækja sértaklega um afslátt á fasteignaskatti með þessari umsókn, sbr. 6 gr. Reglna um afslátt á fasteignaskatti í Norðurþingi. Reglurnar má nálgast hér
6. grein Við fráfall maka eða sambýlings skal fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði sem fjölskylda hins látna/hinnar látnu á og býr í felldur niður að fullu fyrsta árið eftir fráfallið og að hálfu annað árið.
Ekki þarf lengur að sækja sérstaklega um afslátt á fasteignaskatti sbr. 1.gr Reglna um afslátt á fasteignaskatti í Norðurþingi.
1. grein
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Norðurþingi er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild reglugerðar nr. 1160 frá 23. desember 2005.
Fylla þarf út reiti sem eru stjörnumerktir *