Skálamelur opnar í dag þriðjudaginn 13.mars

Upp með skíðinn!!!
Upp með skíðinn!!!

Skíðasvæði norðan og austanlands hafa undanfarna daga auglýst nýja sendingu af snjó á sín skíðasvæði. 
Skálamelur fékk líka sína sendingu sem gerir það að verkum að lyftan verður sett í gang í dag sem er mikið gleðiefni!

Unnið var hörðum höndum í síðustu viku og í gær við að keyra snjó í þau svæði sem voru snjólítil og að troða brekkurnar.
Oft hefur sést meiri snjór í melnum og er eitthvað af berum svæðum sem þurfa sérstaka meðhöndlum.

Opið er frá í dag frá kl 13.00 en næstu daga verður það 14-19. Aðgangur er ókeypis.

Gönguspor verður á FSH túninu á meðan að Skálamelur er opinn.