Fara í efni

Hliðrun á apríl gjalddaga fasteignagjalda

Vegna umfjöllunar aðgerðahóps Norðurþings í tengslum við COVID-19 og ákvörðunar byggðarráðs Norðurþings um mögulega frestun á greiðslum fasteignagjalda í tengslum við COVID-19 var útgáfu greiðsluseðla fasteignagjalda með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí frestað til dagsins í dag.

Greiðsluseðlar sem að öllu jöfnu hefðu átt að fara út um síðustu mánaðarmót og vera með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí verða sendir út síðar í dag þ.e. 14. apríl og verða með gjalddaga 14. apríl og eindaga 14. maí.

Greiðsluseðlar vegna maí verða sendir út á réttum tíma.

Jafnframt er bent á umsóknargátt vegna frekari hliðrunar á greiðslum fasteignagjalda í tengslum við COVID-19 aðgerðir á heimasíðu Norðurþings. Sjá hér: https://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-frestun-fasteignagjalda