Umsókn um frestun fasteignagjalda

Beiðni um breytingu á gjalddögum fasteignagjalda vegna COVID - 19


Á 323. fundi Byggðarráðs þann 8. apríl var eftirfarandi samþykkt:

- Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um frestun á þremur gjalddögum fasteignagjalda þ.e. apríl, maí og júní fram til nóvember, desember og janúar 2021. Umsóknargátt vegna frestunar á fasteignagjöldum verður opnuð á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum.

Fundargerð 323. fundar má finna hér

Ef óskað er eftir frestun á gjalddaga þarf að sækja um hana fyrir mánaðarlok þess mánaðar sem frestunin á að gilda fyrir.

Ef óskað er eftir frestun á aprílgjalda þarf að sækja um í síðasta lagi 30. apríl.  Umsókn um frestun maígjaldadaga þarf að sækja um í síðasta lagi 31. maí og umsókn um frestun á júnígjalddag í síðasta lagi 30.júní. 

Hægt er að sækja um frestun á öllum gjalddögum í apríl, maí og júní í einni umsókn en ef sótt erum einn mánuð í einu þarf að sækja um frestun í hvert skipti.

Ef óskað er eftir að gera þetta ekki rafrænt þá má sækja eyðublaðið með því að smella hér.

Ath. sækja þarf um hverja fasteign fyrir sig

Vinsamlegast veljið þá gjalddaga sem óskað er eftir að verði frestað. 

Hægt er að velja um frestun á öllum þrem gjalddögum - eða þá sækja um frestun á einum gjalddaga í einu en þá þarf að sækja um það í hvert skipti.