Kynningarfundur um hugmyndir að aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagi og umhverfisskýrslu vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni

Kynningarfundur um hugmyndir að aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagi og umhverfisskýrslu vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur falið undirrituðum að kynna eftirfarandi skipulagshugmyndir og meðfylgjandi umhverfiskýrslu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri.  Skipulagsstillagan felur f.o.f. í sér að suðurhluti Randarinnar breytist úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði.
  2. Hugmynd að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu fiskeldis á Röndinni. Í deiliskipulagi yrði skilgreind lóð undir fiskeldi auk byggingarreita og skilmála fyrir uppbygginguna.

Skipulagshugmyndirnar verða kynntar á opnu húsi í stjórnsýsluhúsi Norðurþings Bakkagötu 10 á Kópaskeri miðvikudaginn 25. september kl. 20.

Húsavík 19. september 2019
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi