Lausar byggingarlóðir á Húsavík og afsláttur gatnagerðargjalda

Norðurþing hefur ákveðið að auglýsa einbýlishúsalóðirnar að Hraunholti 27, 30 og 32 og parhúsalóðirnar að Hraunholti 22-24 og 26-28 lausar til umsóknar.  Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar í nóvember n.k.

Lista yfir lausar lóðir í Norðurþingi er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, nordurthing.is.

Ennfremur hefur sveitarstjórn ákveðið að veita 50% afslátt af gatnagerðargjaldi frá gildandi gjaldskrá fyrir tilteknar lóðir á Húsavík.  Um er að ræða einbýlishúsalóðir að Stakkholti 5 og 7, Lyngbrekku 6, 8, 9 og 11, Urðargerði 5 og Steinagerði 5.  Einnig eru á samsvarandi afslætti raðhúsalóðir að Lyngholti 26-32 og 42-52.  Loks er í boði afsláttur  vegna gatnagerðargjalds fyrir fjölbýlishúsalóð að Grundargarði 2.

Afsláttur gatnagerðargjalds er skilyrtur af því að að einbýlishús verði fokheld fyrir lok árs 2018 en önnur hús fyrir lok árs 2019.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings.

 

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings