Fara í efni

Leigufélag Hvamms - Uppbygging við Útgarð 4-8

Leigufélag Hvamms ehf er félag í eigu sveitarfélaganna Norðurþings, Tjörneshrepps, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem á og rekur leiguíbúðir við Útgarð 4, á Húsavík. Skv. deiliskipulagi eru heimildir fyrir frekari uppbyggingu á lóðinni og í ljósi fyrirspurna er hér með óskað eftir að áhugasamir verktakar/fyrirtæki/félagasamtök um uppbyggingu á reitnum gefi sig fram. Óskað er eftir því að hugmyndum að uppbyggingu fjölbýlishúss/húsa á lóð félagsins verði komið á framfæri með því að senda inn óskir um viðræður við stjórn leigufélagsins á netfangið nordurthing@nordurthing.is – merkt „Uppbygging við Útgarð 4-8“, fyrir lok fimmtudagsins 2. nóvember n.k. Fyrir hönd stjórnar, Kristján Þór Magnússon stjórnarformaður Leigufélags Hvamms ehf.