Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu Eyþings með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember nk.

Hægt er að fara inn á umsóknarvefinn með því að smella hér.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Eyþings.