Vinnuskóli Norðurþings 2019 - Opið fyrir umsóknir

Hægt er að sækja um Vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2019.

Í sumar verður Vinnuskóli Norðurþings starfandi fyrir ungmenni fædd árin  2004,  2005 og 2006 þ.e. þau sem í vor ljúka 7., 8. og 9. bekk.  Vinnuskólinn er opin ungmennum sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldra/foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.

Árgangur 2004 mætir á efri hæð íþróttahallarinnar kl. 08:00 mánudaginn 10. júní.
Árgangur 2005 mætir á efri hæð íþróttahallarinnar kl. 08:00 mánudaginn 10. Júní.
Árgangur 2006 mætir á efri hæð íþróttahallarinnar kl. 08:00 mánudaginn 1. Júlí 

Helstu upplýsingar og reglur Vinnuskólans má finna hér og eru umsækjendur hvattir til þess að kynna sér það vel.
Rafræn umsókn má finna hér.