Drekinn verður afhentur formlega á Hrútadögum

Helgi Ólafsson og Drekinn
Helgi Ólafsson og Drekinn

Félag eldri borgara á Raufarhöfn mun afhenda Norðurþingi útilistaverkið Drekann við Óskarsplan næstkomandi laugardag 1. október kl 11:00.

Listaverkið var fyrst sett upp árið 2015 af listamanninum og þúsundþjalasmiðnum Helga Ólafssyni.
Verkið hefur verið endurbætt og er nú afhent sveitarfélaginu til varðveislu. Listaverkið er tveggja metra hátt og með jafnstórt vænghaf. Er það nú komið uppá stóran stall og stendur við Óskarsstöðina á Raufarhöfn.

Einnig verður uppsetningu upplýsingaskiltanna á Höfðanum fagnað. Skiltaverkefnið svokallaða fékk styrk úr verkefninu borthættum byggðum og eftir nokkrar tafir eru skiltin nú komin upp. Þóra Gylfadóttir hannaði skiltin og eru þau bæði upplýsandi og áhugaverð. 

Í tilefni af þessu bíður félag eldri borgara á Raufahöfn til vöfflukaffis í Breiðabliki frá kl. 12:00 - 13:30