Grænir iðngarðar - undirritun samstarfssamnings

Frá undirritun samstarfssamnings frá því í morgun
Mynd af www.stjornarradid.is
Frá undirritun samstarfssamnings frá því í morgun Mynd af www.stjornarradid.is

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, undirritaði í dag samstarfssamninga um tvö verkefni sem bæði hafa það markmið að efla græna nýfjárfestingu í atvinnulífinu: Græna dregilinn og Græna iðngarða.

Grænir iðngarðar

Mikil samlegðaráhrif eru með ofangreindu verkefni og samstarfsverkefni ANR, Íslandsstofu, Landsvirkjunar og Norðurþings um tækifæri Íslands á sviði grænna iðngarða, en eins og komið hefur fram eru Landsvirkjun og Norðurþing þegar að kanna uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka við Húsavík. Til að hámarka þá samlegð og draga fram tækifæri til uppbyggingar grænna iðngarða og hringrásarlausna víða um land var ákveðið að efna til sameiginlegs verkefnis þar sem ANR og Íslandsstofa taka virkan þátt. Greining á samkeppnisstöðu Íslands og almennum skilyrðum til uppbyggingar grænna iðngarða nýtist öllum áhugasömum aðilum.

Fyrir lok júní á eftirfarandi að liggja fyrir:

  • Almenn skýrsla um tækifæri Íslands á sviði grænna iðngarða m.a. með hliðsjón af þróuninni í öðrum löndum.
  • Yfirlit yfir rekstrarumhverfi, fjármögnunarmöguleika, ferla og lagaramma um græna iðngarða og tillögur til stjórnvalda um umbótaverkefni.
  • Forkönnun á aðstæðum og tækifærum á Bakka við Húsavík fyrir grænan iðngarð.

    Frétt frá Stjórnarráði Íslands má finna hér