Heiðarbær - Auglýst eftir rekstraraðila

mynd/www.heidarbaer.is
mynd/www.heidarbaer.is

Norðurþing auglýsir eftir áhugasömum aðila um að taka að sér rekstur Heiðarbæjar í Reykjahverfi frá 1. júní 2021 - 15. september 2021.

Um er að ræða tækifæri til rekstrar á gistiaðstöðu, matsölu, sundlaugar og tjaldsvæðis Heiðarbæjar sem hefur verið vinsæll áningarstaður ferðalanga sl. sumur. Leitað er eftir ábyrgum aðila með reynslu af rekstri sem hefur brennandi áhuga á ferðaþjónustu. Rekstraraðili skal annast allan rekstur og eftirlit með húseign, sundlaug og tjaldsvæði og gætir þess að umgengni sé jafnan til fyrirmyndar. Óskað er eftir að áhugasamir sendi inn upplýsingar um bakgrunn og reynslu umsækjanda, sem og hugmyndum að útfærslu rekstrarins í sumar. Opnunartími tjaldsvæðis er fyrirhugaður frá 1. júní 2021 til og með 15. september 2021, alla daga vikunnar.

Umsóknarfestur er til 12:00 12. apríl 2021 og skal skila umsóknum í tölvupósti, merkt „Rekstur – Heiðarbær“ á netfangið ketill@nordurthing.is

Nánari upplýsingar veitir Ketill Gauti Árnason, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings í síma 464-6100, eða gegnum ofangreint netfang.