Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Ísland

mynd/Barnaheill
mynd/Barnaheill

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hefst í níunda sinn þann 27. mars 2020. Söfnunin stendur yfir til 1. maí nk. og hefjast úthlutanir á hjólum í apríl og standa fram í maí.

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi 2020 í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT

Hjólin verða gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt verður að sækja um hjól í gegnum félagsþjónustu Norðurþings.

Vilt þú sækja um hjól? Hafðu samband við Signýju Valdimarsdóttur í síma 464-6100 eða á netfangið signy@nordurthing.is

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2020

Barnaheill