Hringjum í vin

mynd/unsplash.com
mynd/unsplash.com

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu eru margir sem finna fyrir auknum kvíða, vanlíðan og fjárhagslegu óöryggi. Því miður er það svo að aukning sjálfvíga er staðreynd og því mikilvægt að hugur okkar og hjarta sé hjá hvort öðru og við hugum að vellíðan hvors annars. Stöndum saman og hringjum í vin, jafnvel tvo og sérstaklega þá sem við höfum ekki heyrt í lengi. Eitt símtal getur skipt máli. 

Minnum á að félagsþjónustan er með sólarhringsnúmer í ljósi samfélagsaðstæðna og hvetjum við ykkur til þess að hringja ef þið finnið fyrir einhverskonar vanlíðan, sími: 669-8435.

Góðar kveðjur
Starfsfólk stjórnsýsluhússins á Húsavík