Íbúasamráð vegna hraðatakmarkana á Húsavík

Hér má finna tillöguna um hraðatakmarkanir á Húsavík
Hér má finna tillöguna um hraðatakmarkanir á Húsavík

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á 44. fundi ráðsins þann 22. október sl. að fara með tillögu um hraðatakmarkanir á Húsavík fyrir samráð íbúa. Tillaga um hraðatakmarkanir á Húsavík

Kosning fer fram í gegnum samráðsgáttina Betra Ísland sem  er samráðsvefur fyrir Íslendinga. Tilgangur hans er að tengja saman almenning og stjórnvöld, hvetja til góðrar rökræðu. 

Tillöguna er hægt að nálgast í gegnum þessa slóð -  https://nordurthing.betraisland.is/post/22681  Til þess að kjósa þarf aðgang að ísland.is, þ.e. rafræn skilríki eða íslykil - ef skrifað er rök með eða á móti er það auðkennanlegt, þ.e. nafn þess sem skrifar er sýnilegt. 

Athugið að fyrir liggur ein tillaga. Kosning lýkur til og með 24. desember 2019.

Hægt er að kjósa með tillögunni í heild sinni án athugsemda með því að ýta á örina sem vísar upp (með tillögu) eða með því að ýta á örina sem vísar niður (móti tillögu). Að auki er hægt að koma með rök með tillögu eða á móti henni og getur það nýst þeim íbúum sem í heild sinni er t.a.m. með tillögu (og ýta þá á ör upp) en vilja koma athugsemdum um einstaka þætti tillögunarinnar sem þeir eru ekki samþykkir ( skrifa þá rök á móti). Að sama skapi ef einhver er á móti tillögunni í heild sinni en ánægður með ákveðna þætti þá kýs hann á móti henni (ör niður) en skrifar rök með.  Einnig er hægt að kjósa með tillögu og skrifa rök með henni ef viðkomandi vill lýsa sérstakri ánægju með einhvern þátt tillögunarinnar, eða öfugt.


Tillagan hljómar á þessa leið:
Tillagan er sú að allar götur Húsavíkur séu með 30km hámarkshraða, fyrir utan Mararbraut, Þverholt, Suðurfjöruvegur, Höfðavegur (norður frá Laugarbrekku) sem eru með 50km hámarkshraða. Þjóðvegur 85 frá þéttbýlismörkum að Norðenska (70km), þaðan að Þverholti (50km) og svo frá Baldursbrekku að Traðargerði 50km og 70km eftir það að þéttbýlismörkum

Þar sem þetta verkefni er með okkar fyrstu á þessum samráðsvettvangi má kannski búast við smáhnökrum en vinsamlegast sendið umsjónarmanni tölvupóst rodull@nordurthing.is eða hafið samband í síma 464 6100.