Fara í efni

Kynning á tillögu að deiliskipulagi Fiskeldis Haukamýri á Húsavík.

Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að kynna tillögu að deiliskipulagi fyrir  Fiskeldið að Haukamýri á Húsavík. Skipulagssvæðið er um 3,8 ha að flatarmáli. Viðfangsefni skipulagsins eru m.a. að afmarka byggingarreiti og að skilgreina fyrirkomulag aðkomu að nýjum byggingarreitum og önnur þau ákvæði sem tilefni er til að skilgreina í deiliskipulagi vegna stækkunar fiskeldisstöðvarinnar úr 450 tonnum í 850 tonn.

Með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verður skipulagstillagan kynnt á opnu húsi í aðalfundarsal stjórnsýsluhúss á Húsavík mánudaginn 28. nóvember n.k. milli kl. 13 og 15. Skipulagstillagan er einnig kynnt á vef Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem óska frekari upplýsinga um fyrirliggjandi skipulagstillögu er bent á að senda fyrirspurnir á skipulagsfulltrúa á póstfangið  gaukur@nordurthing.is eða fá samband við skipulagsfulltrúa í síma 464 6100. Skipulagstillagan verður aðgengileg á vef Norðurþings til 15. desember 2022. Tekið verður á móti skriflegum athugasemdum/ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is til og með 15. desember 2022.

Deiliskipulag - Tillaga. Greinargerð og umhverfisskýrsla.

 Deiliskipulag - Yfirlitsmynd

 

Húsavík 18. nóvember 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi