Fara í efni

Meirihluti Sveitarstjórnar Norðurþings skipaður konum

Á 94. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings þann 27. ágúst sl.  bar það til tíðinda að meirihluti aðalmanna sveitarstjórnar var skipaður konum. Ekki hefur verið rýnt í sögulegar heimildir um hvort svo sé í fyrsta skipti en líklegast hefur það gerst að meirihluti kvenna hafi setið einstaka fund í Sveitarstjórn Norðurþings þegar litið er til innkomu varamanna á þeim tiltekna fundi. 
Kannski er einhver þarna úti sem veit betur?