Fara í efni

Nú er Lífshlaupið byrjað og við í Norðurþingi tökum að sjálfsögðu þátt!

Nú er Lífshlaupið byrjað og við í Norðurþingi tökum að sjálfsögðu þátt!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og höfðar til allra aldurshópa. Norðurþing er heilsueflandi samfélag og hvetjum við því alla til að taka þátt í að huga að sinni daglegu hreyfingu.
Það má skrá niður alla hreyfingu sem nær að minnsta kosti 30 mínútum á dag hjá fullorðnum og 60 mínútum hjá börnum og unglingum, þannig má skipta upp tímanum í nokkur tímabil yfir daginn t.d. 10-15 mín í senn.
Frekari upplýsingar eru að sjá á www.lifshlaupid.is

Hér eru einnig gagnlegar leiðbeiningar varðandi skráningu