Pínulitla gula hænan á Húsavík

Pínulitla gula hænan - Söngvasyrpa

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til okkkar í Skrúðgarðinn á Húsavík 25. júlí kl 12:00 með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Sýningin er í boði Norðurþings og geta áhorfendur því notið sér að kostnaðarlausu.

Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, sökum Covid gátu þau ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega, þau hafa þó ekki setið auðum höndum og koma nú til okkar með frábæra söngvasyrpu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir allan aldur. 

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Litlu gulu hænunni sem þau sýndu árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum. Sjáumst vonandi sem flest á Pínulitlu gulu hænunni.