Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur.

Guðrún Ingimundardóttir nýráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur
Guðrún Ingimundardóttir nýráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur

Guðrún Ingimundardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og mun hún hefja störf 1. ágúst.

Guðrún lauk bakkalársprófi úr tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík 1987 með tónsmíðar, tónfræði, píanó og söng sem aðalgreinar. Hún lauk meistaragráðu í tónsmíðum og tónfræði frá University of Arizona árið 1990 og doktorsgráðu í tónsmíði og tónfræði frá University of Arizona árið 2009. Guðrún hefur starfað sem tónlistar- og tónsmíðakennari frá 2005 og sem aðstoðarskólastjóri og staðgengill skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar frá 2016. Þá hefur Guðrún starfað sem verkefna- framkvæmda- og fjármálastjóri hinna ýmsu lista- og menningarverkefna, hátíða og ráðstefna. Guðrún hefur einnig haft umsjón með þróun námsleiða í tónlist í leik-, grunn- og framhaldsskólum á Akureyri.