Fara í efni

Roðagyllum heiminn: Átak Soroptimista gegn kynbundnu ofbeldi

Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd með samtakamátt kvenna. 
Á Íslandi eru 19 klúbbar með samtals 600 konum sem allar vilja vinna að bættri stöðu kvenna.

Dagana 25. nóvember - 10. desember stendur yfir átak gegn kynbundnu ofbeldi. 
Áhersla íslenskra Soroptimista mun að þessu sinni beinast að stafrænu ofbeldi.
Með auknu aðgengi að stafrænum miðlum og útbreiðslu þeirra varð til ný og oft dulin nálgun á ofbeldi gegn konum og stúlkum þar sem oft er erfitt að rekja ofbeldið, verja sig gegn því og uppræta það.

Víða um bæinn má sjá appelsínugula borða, fána og ljós til að vekja athygli á átakinu. Appelsínugulur litur er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna án ofbeldis.