Skjálfandamót HFA og Völsungs 2020

Mynd/Hjólreiðafélag Akureyrar
Mynd/Hjólreiðafélag Akureyrar

Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna í sveitarfélaginu laugardaginn 20.júní en þá standa Hjólreiðafélag Akureyrar og Völsungur að stigamóti í götuhjólreiðum. Ræst verður frá Akureyri kl. 9:00 og mun töluverður fjöldi hjólreiðafólks hjóla frá Akureyri um Víkurskarð, Fljótsheiði, Reykjadal og Aðaldal. Hluti keppenda mun hjóla um Reykjadal og sumir um Vaðlaheiðargöng en leiðir eru mismunandi eftir flokkum. Keppnisleiðin endar á Húsavík og er áætlað að henni ljúki um klukkan 14:00. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgát á þessum tíma.

Fjölmennum við marklínuna við Nettó