Skólabörn völdu Raufarhafnarjólatréið

Mynd/Nanna Steina
Mynd/Nanna Steina

Skólabörnin frá Raufarhöfn fóru að loknum skóladegi í Lundi yfir í Ásbyrgi og völdu jólatré fyrir Raufarhöfn. Eftir að búið var að finna hið fullkomna jólatré gæddu börn og fullorðnir sér á rjúkandi heitu kakói og ilmandi smákökum. 

Tendrað verður á trénu í tengslum við 1. desemberhátíð Raufarhafnarskóla.