Fara í efni

Sumarstörf fyrir námsmenn hjá Norðurþingi

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf námsmanna hjá Norðurþingi. Störfin eru tilkomin vegna atvinnuástands í samfélaginu og eru liður í aðgerðum vegna Covid-19. Um að ræða störf sem styrkt eru af Vinnumálastofnun.  Um er að ræða ný fjölbreytt verkefni sem geta farið eftir námi og áhugasviði umsækjanda hjá ýmsum sviðum og stofnunum Norðurþings sem og samstarf við aðrar stofnanir t.d. Þekkingarnet Þingeyinga.

  • Skilyrði eru að umsækjandi sé 18 ára á árinu eða eldri, sé í námi í framhaldsskóla eða háskóla, sé á milli anna í námi og sé skráður í nám að hausti.
  • Ráðningartímabil er sveigjanlegt en er 2 mánuðir og geta verið á tímabilinu júní, júlí og ágúst.
  • Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk.

Hafirðu sótt um áður hjá Norðurþingi en hefur áhuga á ofangreindu bendum við á að senda um nýja umsókn þar sem umsækjandi tekur fram nám og skóla.

Upplýsingar veitir: Berglind Jóna Þorláksdóttir í síma 464-6111 eða á netfangið jona@nordurthing.is

Sótt er um störfin hér