Fara í efni

Tilkynning frá skólaþjónustunni

Þau próf sem sálfræðingar hafa notað til að meta þroska barna í leik- og grunnskólum eru orðin úrelt (sjá frétt http://www.ruv.is/frett/greindarprof-munadarlaus-i-kerfinu-fra-2015.) Þetta mun óhjákvæmilega hafa einhver áhrif á greiningar barna í vetur. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar þar sem fagaðilar, stéttarfélög og stofnanir munu taka ákvörðun um hvernig þessum málum skuli háttað þar til varanleg lausn finnst. Áfram mun skólaþjónustan sinna allri ráðgjöf, skimun á hegðunar- og tilfinningaörðugleikum ásamt greiningu á lestrar- og stærðfræðiörðugleikum. Með góðri samvinnu skólaþjónustu, kennara og foreldra verða áhrifin af þessu vonandi sem minnst. 

Með von um gott samstarf,
Skólaþjónusta Norðurþings.