Tilkynning frá sveitarstjóra

mynd/ Gaukur Hjartarson
mynd/ Gaukur Hjartarson

Kæru íbúar

Það veitir styrk hér í samfélaginu að finna hversu fólk er samtaka í að sinna sínu hlutverki í því almannavarnarástandi sem nú ríkir. Við erum öll almannavarnir. Sérstaklega vil ég hrósa því skipulagi sem sett hefur verið upp á öllum stöðum í okkar samfélagi.

Eins og allir vita er skert þjónusta á vegum sveitarfélagsins á þessum tímum, þá sérstaklega í skólum og félagsþjónustu. Ég óska þess að allir sýni því mikinn skilning, hvort sem um er að ræða atvinnurekendur, foreldra barna eða aðra. Sýnum okkar bestu hliðar í þessum flóknu aðstæðum og förum í einu og öllu eftir því sem sóttvarnarlæknir og almannavarnir hafa gefið út um viðbrögð við stöðunni.

 

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri