Verður lagður ljósleiðari til þín í sumar ?

Kynningarfundur um fyrirhugað ljósleiðaraverkefni á austursvæði Norðurþings.

Stefnt er að því að hefja lagningu ljósleiðara frá Lundi að Kópaskeri í sumar og samkvæmt verkáætlun verður klárað að ljóstengja austursvæðið sumarið 2019.

Fimmtudaginn 14. júní verður haldinn kynningarfundur um verkefnið í Öxi á Kópaskeri og hefst fundurinn klukkan 17:00.

Þar munu fulltrúar Tengis hf frá Akureyri, ásamt stafsmönnum Norðurþings leitast við að svara spurningum áhugasamra um verkefnið. Allir velkomnir.

FUNDARSTAÐUR: ÖXI, KÓPASKERI.

FUNDRARTÍMI: FIMMTUDAGINN 14. JÚNÍ KL. 17:00.