Laust er til umsóknar starf við Tónlistarskóla Húsavíkur.

Laus er til umsóknar allt að 50% ótímabundin staða trommu- og samspilskennara frá 1. ágúst 2021 við Tónlistarskóla Húsavíkur.

Tónlistarskóli Húsavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 1961. Skólinn hefur aðsetur í Borgarhólsskóla og starfar náið með grunnskólum í sveitarfélaginu, Framhaldsskóla Húsavíkur og leikskólanum Grænuvöllum. Tónlistarskólinn er með útibú í Öxarfjarðarskóla og kennir nemendum á öllum aldri í Norðurþingi.

Starf tónlistarkennarans er að skipuleggja og miðla á faglegum grunni þekkingu á tónlist og færni í hljóðfæraleik og samspili til nemenda sinna í einka-, sam- og hópkennslu, með hliðsjón af óskum nemenda og foreldra, aðalnámskrá tónlistarskóla og starfsreglum Tónlistarskóla Húsavíkur. Starfshlutfall ræðst af aðsókn nemenda og skipulagi starfsins hvert skólaár fyrir sig.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun í og víðtæk reynsla af trommuleik og hljómsveitarsamspili, ásamt kennslureynslu í tónlistarskóla.
  • Ástríða fyrir tónlist og tónlistarkennslu.
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2021.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi FT eða FÍH og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknum skal skila á rafrænu formi til skólastjóra tónlistarskólans, Guðrúnar Ingimundardóttur, á netfangið runaingi@tonhus.is. Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf og ábendingar um meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri tónlistarskólans í síma 464-7290 og á netfangið runaingi@tonhus.is.