Laus störf hjá Félagsþjónustu Norðurþings

 Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir áhugasömum einstaklingum til starfa hjá félagsþjónustu Norðurþings. Eftirfarandi störf eru í boði.

Þroskaþjálfi í heimaþjónustu

Markmið starfsins er að aðstoða og valdefla einstaklinga með sérstakar stuðningsþarfir til virkni og sjálfstæðrar búsetu.

Starfið felst í einstaklingsbundinni þjónustu og að efla viðkomandi einstaklinga til sjálfhjálpar og sjálfræðis, styðja og leiðbeina til að taka ákvarðanir sem almennt teljast heilbrigðar og skynsamlegar í samfélaginu.  Stuðla skal að sjálfstæði og sjálfsvirðingu meðal notenda þjónustunnar.  Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins og réttur hans til einkalífs skal hafður í heiðri svo lengi sem hann skaði ekki viðkomandi eða aðra.

Hæfniskröfur:  Þroskaþjálfapróf.

Jákvæðni, þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði.

Starfshlutfall: 100%

Vinnutími: Almennur vinnutími er samkvæmt vaktaskýrslu sem lögð er fram með sex vikna fyrirvara og samkvæmt samkomulagi við yfirmann.

Starfsmaður í heimaþjónustu

Markmið starfsins er að aðstoða og valdefla einstaklinga með sérstakar stuðningsþarfir til virkni og sjálfstæðrar búsetu.

Nánar um starfið

Að veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklinga eru hafðir að leiðarljósi. Starfsmaður vinnur samkvæmt einstaklingsbundinni þjónustuáætlun. Þjónustunotendur eru einstaklingar með sérstakar stuðningsþarfir vegna öldrunar, fötlunar eða annarra langvarandi veikinda.

Hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi og áhugi á að afla sér aukinnar þekkingar með námi eða þátttöku á námskeiðum og starfsmenntun. Sjúkraliða- eða félagsliðamenntun er kostur.

Jákvæðni, þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði.

Starfshlutfall: 50%-100%

Vinnutími: Almennur vinnutími er samkvæmt vaktaskýrslu sem lögð er fram með sex vikna fyrirvara og samkvæmt samkomulagi við yfirmann.

 

Hvetjum karla jafn sem konur að sækja um. 

Hægt er að sækja um störfin með rafrænum hætti hér 

Áhugasamir hafi samband við félagsmálastjóra Norðurþings Hróðnýju Lund á netfangið

hrodny@nordurthing.is  eða í síma 464-6100.