Fara í efni

Starf forstöðumanns sundlaugar laust til umsóknar

Norðurþing auglýsir starf forstöðumanns sundlaugar Húsavíkur laust til umsóknar.
Helstu verkefni eru umsjón með starfsemi og rekstri sundlaugarinnar, starfsmannahald, skipulag vakta og fleira.
Næsti yfirmaður er íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings og starfa þeir náið saman saman að málefnum sundlaugarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla sem nýtist í starfsemi sundlauga
  • Þekking á málaflokknum er kostur
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi
  • Góð tölvukunnátta
  • Þarf að standast hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp
  • Hreint sakavottorð

Helstu verkefni:

  • Rekstur og dagleg stjórnun vinnustaðarins
  • Umsjón með starfsmannahaldi, s.s. skipulagningu vakta og gerð vinnuskýrslna og fleira
  • Annast innkaup á rekstrarvörum, búnaði og tækjum
  • Gengur vaktir sundlaugavarðar

Hjá sundlauginni starfa fjórir starfsmenn á vöktum í fullu starfi, tveir á hvorri vakt sem sinna baðvörslu í kvenna- og karlaklefa ásamt afgreiðslu. 

Um fullt starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Allar nánari upplýsingar veitir Lind hjá FAST Ráðningum í síma 552-1606 eða lind@fastradningar.is  

 Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2021