Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

432. fundur 08. júní 2023 kl. 08:30 - 09:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Aldey Unnar Traustadóttir sátu fundinn í fjarfundi.

Undir lið nr. 3, sat fundinn Bjarni Júlíusson

1.Fasteignamat 2024

Málsnúmer 202306016Vakta málsnúmer

Þjóðskrá hefur birt nýtt fasteignamat fyrir árið 2024. Þar kemur fram að hækkun fasteignamats í Norðurþingi er 10,3% en á landsvísu er það 11,7%.

Nýtt fasteignamat má nálgast hér; https://fasteignaskra.is/fasteignir/fasteignamat/2024/


Lagt fram til kynningar.

2.Viðræður á milli Norðurþings og Gb5 efh vegna nýtingar á húsnæðinu að Garðarsbraut 5.

Málsnúmer 202305096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni um nýtingu sveitarfélagsins á húsnæðinu að Garðarsbraut 5 á Húsavík.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir tillögu Hjálmars Boga að hefja samtal við fulltrúa Gb5 ehf. um mögulega nýtingu sveitarfélagsins á húsnæðinu að Garðarsbraut 5 á Húsavík.

3.Samningar vegna hugbúnaðarþjónustu

Málsnúmer 202306015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning ráðgjafa vegna samninga um UT- þjónustu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að samningum í samræmi við þá ráðgjöf sem kynnt var á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

4.Staða á framkvæmdum

Málsnúmer 202306014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á framkvæmdum sveitarfélagsins.
Fjármálastjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum sveitarfélagsins.

5.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir.
Fjármálstjóri kynnti fyrir byggðarráði vinnuferli við áætlanagerð vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir.

6.Ósk um tækifærisleyfi vegna Sólstöðudansleiks á Kópaskeri

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur umsagnarbeiðni:

Umsækjandi: Framfarafélag Öxarfjarðarhrepps, kt. 621214-1520, Bakkagötu 22, 670
Kópaskeri.
Ábyrgðarmaður: Guðmundur Magnússon, kt. 210665-4049, Bakkagata 22, 670 Kópaskeri.
Staðsetning skemmtanahalds: Íþróttahúsið við Bakkagötu, 670 Kópaskeri.
Tilefni skemmtanahalds: Dansleikur í tilefni Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri.
Áætlaður gestafjöldi: 100. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 24. júní 2023 frá kl. 23:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 25. júní 2023.
Helstu dagskráratriði: Dansleikur með hljómsveitinni „í góðu lagi“
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

7.Áskorun frá aðalfundi Skógræktarfélags Húsavíkur

Málsnúmer 202306018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áskorun frá aðalfundi Skóræktarfélags Húsavíkur sem haldinn var 24. maí sl.
Byggðarráð þakkar Skógræktarfélagi Húsavíkur fyrir áskorunina og vísar henni til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 927. fundargerð stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir HNE 2023

Málsnúmer 202302054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 229. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem haldinn var miðvikudaginn 3. maí 2023 sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Vík hses.fundargerðir 2023

Málsnúmer 202306013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Vík hses. stjórnarfundur og aðalfundur frá 5. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.