Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

463. fundur 08. maí 2024 kl. 10:00 - 11:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í apríl mánuði.
Lagt fram til kynningar.

2.Erindi vegna slita Héraðsnefndar Þingeyinga

Málsnúmer 202404123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi vegna slita á Héraðsnefnd Þingeyinga.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í sveitarstjórn Norðurþings.

3.Reglur um veitingu launalausra leyfa

Málsnúmer 202405004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja reglur um veitingu launalausra leyfa hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um veitingu launalausra leyfa hjá sveitarfélaginu og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Ósk um styrk vegna ólympíufara frá Húsavík

Málsnúmer 202405009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsókn um styrk vegna ólympíufara frá Húsavík.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Magnús Mána Sigurgeirsson um 500.000 kr. vegna þátttöku í alþjóðlegri ólympíukeppni framhaldsskólanema í líffræði sem haldin verður 7.-14.júlí nk. í Kasakstan. Byggðarráð óskar Magnúsi Mána góðs gengis í keppninni.

5.Ósk um tækifærisleyfi vegna Sjómannadagsdansleikjar í Hnitbjörgum

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis vegna Sjómannadagsdansleikjar í Hnitbörgum á Raufarhöfn. Viðburðurinn fer fram aðfarnótt 2. júní nk.
Byggðarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn.

6.Afgreiðsla Íslandspósts á Kópaskeri

Málsnúmer 202207038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Íslandspósts til Byggðastofnunar, samantektarskýrsla vegna tilraunaverkefnisins Afhending almennra bréfa í póstbox á Kópaskeri.
Einnig fylgdu niðurstöður úr þjónustukönnun sem Íslandspóstur gerði meðal notenda þjónustunnar í kjölfar tilraunaverkefnisins.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í hverfisráðum Kelduhverfis og Öxarfjarðar.

7.Fundarborð vorfundar Héraðsnefndar

Málsnúmer 202405011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á vorfund Héraðsnefndar Þingeyinga sem verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 15. maí kl. 15:30.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Sparisjóðs Suður- Þingeyinga ses.2024

Málsnúmer 202404120Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Sparisjóðs Suður- Þingeyinga ses. Fundurinn fer fram að Breiðumýri þann 8. maí kl 17:00.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til setu á fundinum og Hafrúnu Olgeirsdóttur til vara.

9.Fundargerðir Vík hses.2024

Málsnúmer 202405005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Víkur hses. aðalfundur og stjórnarfundur haldnir þann 22. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Leigufélags Hvamms ehf.2024

Málsnúmer 202305118Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Leigufélags Hvamms ehf. Aðalfundur og stjórnarfundur haldnir þann 23. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 235. fundar stjórnar HNE frá 24. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn þann 19. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 70 og 71. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, haldnir 21. mars og 8. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202402004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis 930. mál um Lagareldi.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um mál 899 og 900 á 154.löggjafarþingi

Málsnúmer 202405010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar umsögn Samtaka orkusveitarfélaga mál nr. 899 og 900 á 154. löggjafarþingi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.