Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Brothættar byggðir II - tímabundið tilraunaverkefni
Málsnúmer 202501019Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja uppfærð lokaskjöl, samstarfssamningur um tilraunaverkefnin Raufarhöfn og framtíðin II og Öxarfjarðarhérað og framtíðin II.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga um tilraunaverkefnin og felur sveitarsjóra að undirrita þá.
Byggðarráð tilnefnir í starfshóp á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð tilnefnir í starfshóp á næsta fundi ráðsins.
2.Starfsemi og helstu verkefni SSNE
Málsnúmer 202211010Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði er til kynningar og umræðu starfsemi SSNE og helstu verkefni sem tengjast sveitarfélaginu. Á fundinn koma Albertína F. Elíasdóttir framkvæmdastjóri og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri.
Byggðarráð þakkar Albertínu og Elvu fyrir greinargóða kynningu á starfsemi og verkefnum SSNE.
3.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024 - 2025
Málsnúmer 202501094Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram umfjöllun sinni um úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024- 2025.
Byggðarráð Norðurþings gerir alvarlegar athugasemdir við úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025 og fer fram á hámarksúthlutun fyrir Raufarhöfn.
Byggðarráð vekur athygli á því að Raufarhöfn fær óbreytta úthlutun á milli ára eða 164 tonn, hámarksúthlutun almenna byggðakvótans til einstaka byggðarlaga er 285 tonn. Efnahagslegur ávinningur við litlar sjávarbyggðir með úthlutun byggðakvóta, bæði úr almenna kerfinu og því sértæka er öllum ljós. Það eykur líkur á að íbúar og fyrirtæki staðsetji sig á Raufarhöfn enda byggir atvinnulífið að stórum hluta á sjávarútvegi. Úthlutun á byggðakvóta tryggir betri aðstöðu fyrir sjávarbyggðir varðandi innviði og atvinnu, bætir lífsgæði og tryggir byggðafestu. Byggðakvóti er til að stuðla að jöfnuði og jafnrétti milli bæja og sveitarfélaga á Íslandi. Markmiðið er að skapa góða byggð fyrir öll og stuðla að jafnvægi í þróun landsbyggðanna. Byggðakvóti er tæki sem hefur verið notað til að stuðla að jafnari dreifingu á fiskveiðiheimildum.
Raufarhöfn var fyrsta byggðin á Íslandi sem fór í verkefni byggðastofnunar Brothættar byggðir. Það er engin vafi á því að sértæki byggðakvótinn sem veittur var og er til Raufarhafnar í gegnum verkefnið styður við markmið um úthlutun byggðakvóta til sjávarbyggða eins og Raufarhafnar. En sértæki byggðakvótinn sem Raufarhöfn hefur fengið í gegnum þessi verkefni hefur dregist verulega saman á síðustu árum og að mati byggðarráðs Norðurþings verður að rétta þann halla af með frekari úthlutun til Raufarhafnar í gegnum almenna byggðakvótann.
Einnig vekur ráðið athygli á að töluvert af aflamarki smærri útgerða hefur verið selt á síðustu árum frá Raufarhöfn bæði í krókaaflamarkinu og almenna kerfinu.
Byggðarráð vekur athygli á því að Raufarhöfn fær óbreytta úthlutun á milli ára eða 164 tonn, hámarksúthlutun almenna byggðakvótans til einstaka byggðarlaga er 285 tonn. Efnahagslegur ávinningur við litlar sjávarbyggðir með úthlutun byggðakvóta, bæði úr almenna kerfinu og því sértæka er öllum ljós. Það eykur líkur á að íbúar og fyrirtæki staðsetji sig á Raufarhöfn enda byggir atvinnulífið að stórum hluta á sjávarútvegi. Úthlutun á byggðakvóta tryggir betri aðstöðu fyrir sjávarbyggðir varðandi innviði og atvinnu, bætir lífsgæði og tryggir byggðafestu. Byggðakvóti er til að stuðla að jöfnuði og jafnrétti milli bæja og sveitarfélaga á Íslandi. Markmiðið er að skapa góða byggð fyrir öll og stuðla að jafnvægi í þróun landsbyggðanna. Byggðakvóti er tæki sem hefur verið notað til að stuðla að jafnari dreifingu á fiskveiðiheimildum.
Raufarhöfn var fyrsta byggðin á Íslandi sem fór í verkefni byggðastofnunar Brothættar byggðir. Það er engin vafi á því að sértæki byggðakvótinn sem veittur var og er til Raufarhafnar í gegnum verkefnið styður við markmið um úthlutun byggðakvóta til sjávarbyggða eins og Raufarhafnar. En sértæki byggðakvótinn sem Raufarhöfn hefur fengið í gegnum þessi verkefni hefur dregist verulega saman á síðustu árum og að mati byggðarráðs Norðurþings verður að rétta þann halla af með frekari úthlutun til Raufarhafnar í gegnum almenna byggðakvótann.
Einnig vekur ráðið athygli á að töluvert af aflamarki smærri útgerða hefur verið selt á síðustu árum frá Raufarhöfn bæði í krókaaflamarkinu og almenna kerfinu.
4.Undirskriftarlisti frá íbúum á Húsavík vegna lokunar verslunar Rauða krossins
Málsnúmer 202501026Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur undirskriftarlisti og áskorun vegna lokunar Rauða kross verslunar á Húsavík.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að skoða málið.
5.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202501020Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja uppfærðar og endurskoðaðar samþykktir sveitarfélagsins Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir uppfærðar og endurskoðaðar samþykktir sveitarfélagsins Norðurþings og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
6.Auglýsing eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 202502040Vakta málsnúmer
Til kynningar í byggðarráði er auglýsing eftir framboðum í stjórn og varastjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til tilnefningarnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar 2025.
Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til tilnefningarnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
7.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025
Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 22. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 25. janúar sl.
Byggðarráð vísar máli nr. 1 til skipulags- og framkvæmdaráðs og máli nr. 2 til fjölskylduráðs.
8.Hverfisráð Kelduhverfis 2023-2025
Málsnúmer 202405020Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis frá 4. febrúar sl.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til skipulags- og framkvæmdaráðs.
9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 963. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 31. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412057Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 80. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 31. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir DA 2025
Málsnúmer 202412058Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar D.A. sf. haldinn þann 3. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir HNE 2025
Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 240. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 12. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.