Fara í efni

Félagsmálanefnd

6. fundur 06. september 2016 kl. 14:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Díana Jónsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Félagsþjónusta fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201607305Vakta málsnúmer

Forstöðumenn sviðsins fara yfir rekstaryfirlit fyrir tímabilið janúar-september 2016 og kynna fyrir nefndinni starfsáætlanir fyrir veturinn 2016-2017.
Nefndin þakkar forstöðumönnum fyrir greinargóða úttekt á starfsemi Pálsgarðs, Miðjunnar og skammtímavistun.

2.Framtíðarsýn og stefna félagsþjónustu Norðurþings

Málsnúmer 201609021Vakta málsnúmer

Nefndin ræðir framtíðarsýn og stefnu félagsþjónustu Norðurþings.
Nefndin felur forstöðumönnum að taka saman gögn um þarfir og kostnað til að hægt sé að vinna að framtíðarsýn og stefnu félagsþjónustunnar.

3.Forvarnir

Málsnúmer 201609022Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri og Sigríður Hauksdóttir kynna samstarfshóp um forvarnir sem kom nýlega saman.
Farið var yfir þau verkefni sem hópurinn starfar að varðandi kvíða, sjálfsvíg og geðrækt og hugsanlegar forvarnir.
Nefndin fagnar því starfi sem komið er í gang hjá forvarnahópnum.

4.Gentle Teaching

Málsnúmer 201609023Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri segir frá ráðstefnu Gentle teaching sem haldin verður á Akureyri 13. - 15. september nk. og hugsanlegu innleiðingaferli hjá félagsþjónustu Norðurþings.
Nefndin samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna og hefja innleiðingarferlið.

5.Landsfundur jafnréttisnefnda 2016

Málsnúmer 201607192Vakta málsnúmer

Landsfundur jafnréttisnefnda 2016 mun fara fram á Akureyri þann 16. september nk. auk þess heldur Jafnréttisstofa ráðstefnu einni á Akureyri þann 15. september í tilefni 40 ára afmælis jafnréttislaganna.
Félagsmálastjóri og formaður nefndar munu sækja ráðstefnuna og landsfundinn.

Fundi slitið - kl. 16:30.