Fara í efni

Fjölskylduráð

119. fundur 07. júní 2022 kl. 10:00 - 12:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
    Aðalmaður: Ingibjörg Benediktsdóttir
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Veigar Agnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 & 5-7.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 & 5-6.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 3 & 8-10.
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 2, 4 & 11.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri í Öxarfjarðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn, sat fundinn í fjarfundi undir lið 4.

1.Íþrótta- og tómstundasvið - kynning

Málsnúmer 202206009Vakta málsnúmer

Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir sitt svið og hvað tilheyrir því. Einnig kynnir Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sitt starf.
Fjölskylduráð þakkar Kjartani og Sigrúnu Björgu fyrir greinargóðar kynningar á þeirra störfum.

Lagt fram til kynningar.

2.Fræðslusvið - kynning

Málsnúmer 202206008Vakta málsnúmer

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi kynnir sitt svið og hvað tilheyrir því.
Fjölskylduráð þakkar Jóni Höskuldssyni fyrir greinargóða kynningu á hans störfum.

Lagt fram til kynningar.

3.Félagsþjónusta - kynning

Málsnúmer 202206010Vakta málsnúmer

Hróðný Lund félagsmálastjóri kynnir sitt svið og hvað tilheyrir því.
Fjölskylduráð þakkar Hróðnýju Lund fyrir greinargóða kynningu á hennar störfum.

Lagt fram til kynningar.

4.Öxarfjarðarskóli - Námskeið í teymisvinnu

Málsnúmer 202206016Vakta málsnúmer

Skólastjóri Öxarfjarðarskóla kynnir fyrirhugað námskeið á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um teymisvinnu. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka afstöðu til beiðni skólastjóra um fjárveitingu vegna námskeiðsins.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni skólastjóra Öxarfjarðarskóla og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

5.Húsavíkurfestival - umsókn í lista og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202205059Vakta málsnúmer

Skipuleggjendur Húsavíkurfestival sækir um 150.000 kr. styrk til að halda Húsavíkurfestival ár hvert.
Húsavíkurfestival er "árshátíð" fyrir fatlað fólk frá Hvammstanga og alveg austur að Egilsstöðum.
Hátíðin er fyrirhugð þann 16. september næstkomandi á Fosshótel Húsavík.
Fjölskylduráð synjar styrkbeiðninni úr lista- og menningarsjóði. Norðurþing mun koma að hátíðinni með öðrum hætti.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð vor 2022

Málsnúmer 202205068Vakta málsnúmer

Tónasmiðjan sækir um 100.000 kr. styrk í lista og menningarsjóð Norðurþings vegna styrktartónleikanna - "Rokkum gegn krabbameini" sem fram fóru 29. maí síðastliðinn.
Bylgja vék af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð frestar málinu til næsta fundar ráðsins og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari gagna s.s. kostnaðaráætlun í samræmi við reglur sjóðsins.

7.Norðurlandsjakinn 2022

Málsnúmer 202206013Vakta málsnúmer

Stefnt er á að halda aflraunamótið Norðurlands Jakinn ! keppni sterkustu manna landsins dagana 20. - 21. ágúst 2020 víðsvegar um Norðurland.

Norðurlands Jakinn er haldinn annað hvert ár og árið á móti höldum við Austfjarðatröllið.

Sótt eru um styrk að upphæð 200.000 kr. og gisting fyrir tvo umsjónarmenn keppninnar ásamt gistingu í svefnpokaplássi fyrir keppendur.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni gegn því að keppnisgreinar fari fram í Ásbyrgi og á Raufarhöfn. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Velferð og umferðaröryggi barna

Málsnúmer 202206011Vakta málsnúmer

Barnavernd Þineygina og Lögreglan á Norðurlandi eystra fer þess á leit við fjölskylduráð að farið verði í aðgerðir til að tryggja eins og hægt er umferðaröryggi barna við gatnamót Baughóls og Fossvalla. Ítrekað hafa orðið atvik með mikilli slysahættu á þessu svæði, því er þess farið á leit að loka þeim gatnamótum og að brekkan verði því gerð að einstefnu til að draga sem mest úr umferð á því svæði.
Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti og óskar eftir við skipulags og framkvæmdarráð að neðsti hluti Baughóls verði gerður að botnlanga og lokaður á mörkum Fossvalla og Baughóls.

9.Bréf til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu

Málsnúmer 202205039Vakta málsnúmer

Til kynningar er bréf mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga um stuðning vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Lagt fram til kynningar.

10.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

17. fundur fötlunarráðs lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

11.Brottfall úr framhaldsskólum

Málsnúmer 202205055Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:45.