Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2025-2026
Málsnúmer 202505010Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur bréf frá Innviðaráðuneytinu um aðgengisframlög Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en sjóðum er heimilað að úthluta allt að 464 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2025 og 2026.
Lagt fram til kynningar.
2.Söng- og leiklistarnámskeiðið Leik og Sprell
Málsnúmer 202504056Vakta málsnúmer
Bára Lind Þórarinsdóttir, hönnuður söng- og leiklistarnámskeiðsins Leikur og sprell, mun halda leiklistarnámskeið fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-13 ára á Húsavík dagana 5. - 9. ágúst 2025 frá kl. 14:00 til kl. 17:00. Hún óskar eftir endurgjaldslausri notkun á litla sal íþróttahússins. Námskeiðsgjaldið er 28.000 kr.
Fjölskylduráð heimilar Báru Lind Þórarinsdóttur endurgjaldslaus afnot af litla sal íþróttahallarinnar.
3.Frístundastarf í Öxarfirði
Málsnúmer 202505026Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð Norðurþings hefur til umfjöllunar erindi frá Samherja fiskeldi um frístundastarf grunnskólabarna í Öxarfirði.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að kanna áhuga og möguleika á frístundastarfi í Öxarfirði.
4.Öxarfjarðarskóli og Borgarhólsskóli - Umsókn um fjárveitingu vegna starfsþróunarverkefnis.
Málsnúmer 202505025Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar umsókn Öxarfjarðarskóla og Borgarhólsskóla um fjárveitingu vegna skólaþróunarverkefnis til þriggja ára.
Fjölskylduráð samþykkir þátttöku í verkefninu til þriggja ára.
5.Áhrif kjarasamninga við K.Í.á fjárhag Norðurþings.
Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um áhrif kjarasamninga við KÍ á fjárhag Norðurþings.
Fjölskylduráð heldur umfjöllun sinni áfram á næsta fundi ráðsins.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 2.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 3.