Fara í efni

Fjölskylduráð

219. fundur 03. júní 2025 kl. 08:30 - 11:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir og Unnur Ösp Guðmundsdóttir, frá leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík, sátu fundinn undir lið 1.
Gunnur Árnadóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, sat fundinn undir lið 2.
Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs, sat fundinn undir lið 3.

Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 3-4.
Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, sálfræðingur í skólaþjónustu Norðurþings, sátu fundinn undir lið 4.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 6.

1.Grænuvellir - Skýrsla um innra mat 2024-2025.

Málsnúmer 202505068Vakta málsnúmer

Skýrsla Leikskólans Grænuvalla um innra mat 2024-2025 er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði Valdísi Sæbjörnsdóttur og Unni Ösp Guðmundsdóttur, frá leikskólanum Grænuvöllum, Húsavík, fyrir komuna á fundinn.
Skýrsla um innra mat 2024 - 2025 lögð fram til kynningar.

2.Grunnskóli Raufarhafnar - Skýrsla um innra mat 2024-2025.

Málsnúmer 202505065Vakta málsnúmer

Skýrsla Grunnskóla Raufarhafnar um innra mat 2024-2025 er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Gunni Árnadóttur, skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar, fyrir komuna á fundinn.
Skýrsla um innra mat 2024 - 2025 lögð fram til kynningar.

3.Ársreikningur og ársskýrsla Íþróttafélagsins Völsungs fyrir 2024

Málsnúmer 202505043Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ársreikningur og ársskýrsla fyrir Íþróttafélagið Völsung vegna 2024.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi Halldóri Friðrikssyni, Gunnólfi Sveinssyni og Kristínu Kjartansdóttur, fulltrúum Völsungs, fyrir komuna á fundinn.
Ársreikningur og ársskýrsla vegna 2024 lögð fram til kynningar.

4.Hagnýting gagna - Mat, kannanir og rannsóknir.

Málsnúmer 202501125Vakta málsnúmer

Sviðstjóri velferðarsviðs fjallar um hagnýtingu gagna mats, kannana og rannsókna sem Norðurþing er þátttakandi í.
Lagt fram til kynningar.

5.Erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla vegna sérkennslukvóta og ÍSAT

Málsnúmer 202505091Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Þórgunni Reykjalín Vigfúsdóttur, skólastjóra Borgarhólsskóla, vegna sérkennslukvóta og ÍSAT.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að afla frekari upplýsinga um ráðstöfun sérkennslustunda og ÍSAT kennslustunda í Borgarhólsskóla á Húsavík og leggja fyrir ráðið.

6.Listamaður Norðurþings 2025

Málsnúmer 202504025Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur til listamanns Norðurþings rann út 18.maí síðastliðinn. Samkvæmt reglum um listamann Norðurþings mun fjölskylduráð velja úr innsendum umsóknum og útnefna listamann Norðurþings 17.júní 2025.
Fjölskylduráð velur listamann Norðurþings 2025 úr þeim umsóknum sem bárust í ár. Listamaður Norðurþings 2025 verður kynntur við hátíðlega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:00.