Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

42. fundur 19. nóvember 2014 kl. 09:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson varamaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.05 211 Bókasafnið á Húsavík, fjárhagsáætlun 2015

201411046

Katý Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mætti á fundinn.Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins á Húsavík mætti á fundinn. Guðrún Kristín gerði grein fyrir fjárhagsáætlun bókasafnsins árið 2015. Gert er ráð fyrir óbreyttri starfsemi, gera þarf ráð fyrir einhverjum sumarlokunum til að rúmast innan fjárhagsramma.

2.05 Gjaldskrár bókasafna 2015

201411047

Guðrún Kristín Jóhannsdóttir kynnti tillögu að gjaldskrá bókasafna árið 2015. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Guðrún Kristín vék af fundi kl. 09:20.

3.Borgarhólsskóli - fjárhagsáæltun 2015

201411025

Fulltrúar Borgarhólsskóla, Jón Höskuldsson deildarstjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi kennara og Snæbjörn Sigurðarson fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Erla Sigurðardóttir fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti fjárhagsáætlun skólans vegna ársins 2015 í forföllum skólastjóra. Umræður um kjarasamninga kennara og starfsumhverfi skóla. Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps vék af fundi kl. 09:40.

4.04 814 Mötuneyti Borgarhólsskóla, fjárhagsáæltun 2015

201411042

Erla kynnti fjárhagsáætlun mötuneytis Borgarhólsskóla vegna ársins 2015 í forföllum skólastjóra. Gert er ráð fyrir óbreyttri gjaldskrá. Jón Höskuldsson greindi frá rekstri mötuneytisins og reynslunni af því. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl.10:00.

5.04 215 Öxarfjarðarskóli fjárhagsáætlun 2015

201411035

Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri Öxarfjarðarskóla og Guðríður Baldvinsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Guðlaug Ívarsdóttir fulltrúi starfsmanna var í símafundi. Hrund Ásgeirsdóttir og Erla Sigurðardóttir gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun vegna ársins 2015. Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 10:30.

6.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur fjárhagsáætlun 2015

201411041

Í forföllum skólastjóra gerði fræðslu- og menningarfulltrúi grein fyrir fjárhagsáætlun vegna ársins 2015.

7.04 511 Gjaldskrá Tónlistarskóla 2015

201411045

Farið yfir tillögur að gjaldskrá. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að gjaldskrá fylgi verðlagi. Fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá samþykkt.

8.04 111 Grænuvellir fjárhagsáætlun 2015

201411034

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsfólks og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Sigríður Valdís gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans Grænuvalla vegna ársins 2015.

9.04 Gjaldskrár leikskóla 2015

201411044

Farið yfir tillögu að gjaldskrám. Lagt til að gjaldskrá verði óbreytt milli ára.

10.Rafræn handbók um öryggi í leikskólum

201310036

Handbókin lögð fram til kynningar. Fræðslu- og menningarnefnd leggur árherslu á að leikskólar og leikskóladeildir innan sveitarfélagsins kynni sér handbókina og starfi samkvæmt henni. Telji stjórnendur einstakra deilda að aðlaga þurfi handbókina þeirra starfsemi ber þeim að gera tillögur þar um í samvinnu við fræðslu- og menningarfulltrúa og leggja fyrir nefndina til staðfestingar. Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 11:40.

11.04 002 Skólaþjónusta fjárhagsáæltun 2015

201411027

Erla Sigurðardóttir gerði grein fyrir fjárhagsáætlun vegna skólaþjónustu fyrir árið 2015.

Fundi slitið.