Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

119. fundur 22. febrúar 2022 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Nanna Steina Höskuldsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
Jónas Hreiðar Einarsson sat fundinn undir lið 1.

1.Ósk um kaup á fasteign Norðurþings á Höfðabraut, Raufarhöfn svokallað norðursíldarhús

Málsnúmer 202202082Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kauptilboð í fasteign Norðurþings á Höfðabraut, Raufarhöfn svokallað Norðursíldarhús.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi kauptilboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman nauðsynleg gögn um fasteignina og leggja fyrir ráðið að nýju.

2.Umsókn um lóð að Höfða 22

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Örlygur Hnefill Örlygsson óskar eftir lóðinni að Höfða 22 á Húsavík. Á lóðinni er fyrir eldri steypustöð án lóðarréttinda. Tilgreind byggingaráform umsækjanda felast í að laga útlit fyrirliggjandi húss á lóðinni, útbúa bílastæði og þökuleggja lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða málið við umsækjanda.

3.Deiliskipulag Fiskeldis í Haukamýri

Málsnúmer 202202058Vakta málsnúmer

Fiskeldið Haukamýri óskar umfjöllunar um tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir fiskeldi í Haukamýri á iðnaðarsvæði I4. Skipulags- og matslýsingin er unnin af Landslagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún er lögð fram.

4.Dimmuborgir ehf.sækir um lóð að Lyngholti 26-32

Málsnúmer 202202075Vakta málsnúmer

Dimmuborgir ehf óska eftir lóðinni að Lyngholti 26-32 til byggingar raðhúss. Fyrirvari er settur á umsóknina um að heimild fáist til að byggja sex íbúða raðhús á lóðinni. Jafnframt kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi tillögu að breytingu deiliskipulags sem fælist í að heimila sex íbúða raðhúss á lóðinni. Breytingartillaga er unnin af Helga Hafliðasyni arkitekt.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Dimmuborgum ehf. verði úthlutað lóðinni, með fyrirvara um gildistöku fyrirhugaðrar breytingar deiliskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Nágrannar teldust í því samhengi vera eigendur Lyngholts 18-24, Lyngholts 34-40, Stekkjarholts 15 og Stakkholts 9 og 14.

5.Umsókn um endurnýjun á sjótökuhúsi fyrir fiskeldið í Núpsmýri

Málsnúmer 202202083Vakta málsnúmer

Samherji fiskeldi ehf óskar eftir heimild til að byggja upp sjótökuhús í landi Akursels í Öxarfirði í stað þess húss sem fyrir er á svæðinu. Fyrirhuguð bygging er að miklu leiti grafin í sand í fjörunni í landi Akursels líkt og fyrri bygging en ofan yfirborðs er 101,4 m² bygging sem hýsir ýmsan tæknibúnað. Húsið verður óeinangrað og byggt úr steinsteyptum einingum. Húsið er teiknað hjá AVH ehf. Fyrir liggur að Samherji fiskeldi ehf hefur hafið undirbúning að deiliskipulagningu jarðarinnar Akursels sem er í eigu fyrirtækisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu.

6.Rifós Kópaskeri óskar eftir stækkun á nýtingarlandi vegna vatnstöku

Málsnúmer 202202093Vakta málsnúmer

Rifós óskar eftir heimild til vatnstöku á 1,6 ha landi austan við Röndina á Kópaskeri. Með erindi fylgir hnitsett afmörkun þess lands sem óskað er eftir að heimildin nái til. Óskað hefur verið eftir umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar vegna erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis þar til fyrir liggur afstaða Hverfisráðs Öxarfjarðar til erindisins.

Fundi slitið - kl. 14:30.