Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

3. fundur 31. ágúst 2022 kl. 16:00 - 20:44 Hafnarhús
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Starfsmannamál hafna Norðurþings

Málsnúmer 202208118Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir minnisblað um fyrirkomulag starfsemi hafna Norðurþings og stafsmannamál.
Hafnastjóri fór yfir helstu verkefni og starfsmannamál hafna Norðurþings.

2.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs 2022-2025

Málsnúmer 202111127Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir framkvæmdaáætlun hafna til þriggja ára sem taka þarf afstöðu til.
Hafnastjóri fór yfir stöðu framkvæmda.
Stjórn hafnasjóðs Norðurþings felur hafnastjóra að auglýsa vigtarhús á miðhafnarsvæði á Húsavík til sölu með skilyrði um að kaupandi fjarlægi húsið.

3.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2023

Málsnúmer 202208119Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir gjaldskrá hafnasjóðs fyrir árið 2022, til skoðunar og umræðu fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:44.