Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

114. fundur 15. júní 2021 kl. 16:15 - 18:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
  • Benóný Valur Jakobsson 2. varaforseti
  • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að kjósa í byggðarráð til eins árs og einnig skulu forseti sveitarstjórnar og tveir varaforsetar kosnir árlega skv. samþykktum Norðurþings.

Einnig liggur fyrir sveitarstjórn að skipa nýjan varamann í heilbrigðisnefnd Þingeyinga í stað Sesselju Guðrúnar Sigurðardóttur.

Forseti ber fram eftirfarandi tillögu:

Forseti sveitarstjórnar
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir V-lista
1. varaforseti Hjálmar Bogi Hafliðason B-lista
2. varaforseti Benóný Valur Jakobsson S-lista

Byggðarráð
Helena Eydís Ingólfsdóttir - D lista formaður
Benóný Valur Jakobsson - S lista varaformaður
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir - V lista áheyrnafulltrúi

Varamaður í Heilbrigðisnefnd Ásta Hermannsdóttir


B-listi og E-listi leggja fram eftirfarandi tillögu að breytingum á skipan í nefndir, breytingin gildir frá 1. ágúst nk.

Í byggðarráði:
Bergur Elías Ágústsson, aðalmaður og Hjálmar Bogi Hafliðason til vara.
Fulltrúi E-lista, Kristján Friðrik Sigurðsson, verður áheyrnarfulltrúi.

Í fjölskylduráði:
Eiður Pétursson og Bylgja Steingrímsdóttir verði aðalmenn. Lilja Skarphéðinsdóttir og Brynja Rún Benediktsdóttir til vara.
Fulltrúi E-lista, Arna Ýr Arnarsdóttir, verður áheyrnarfulltrúi.

Í skipulags- og framkvæmdaráði:
Hjálmar Bogi Hafliðason og Eysteinn Heiðar Kristjánsson verði aðalmenn. Egill Aðalgeir Bjarnason og Heiðar Hrafn Halldórsson til vara.
Fulltrúi E-lista, Ásta Hermannsdóttir, verður áheyrnarfulltrúi.
Til máls tók; Kristján Þór.

Allar tillögur samþykktar samhljóða.

2.Starfsmannastefna Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103048Vakta málsnúmer

Á 364. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð samþykkir framlagða starfsmannastefnu með áorðnum breytingum og vísar henni til sveitarstjórnar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Kristján Þór og Benóný.

Samþykkt samhljóða.

3.Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir börn með langvarandi stuðningsþarfir

Málsnúmer 202105140Vakta málsnúmer

Á 92. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.

4.Reglur Norðurþings um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018

Málsnúmer 202105155Vakta málsnúmer

Á 92. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.

5.Beiðni um stofnun lóðar fyrir þurrsalerni við Hólmatungur

Málsnúmer 202105164Vakta málsnúmer

Á 99. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

6.Beiðni um stofnun lóðar fyrir þurrsalerni við Langavatnshöfða

Málsnúmer 202105163Vakta málsnúmer

Á 99. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi Sæblik Raufahöfn

Málsnúmer 202106029Vakta málsnúmer

Á 99. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarsamningur um Sæblik verði endurnýjaður á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð

Málsnúmer 202009067Vakta málsnúmer

Á 98. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Eignasjóðs um hæðarkóta þaks yfir bílakjallara og fellst á að hámarks hæð á yfirborði þaks verði 10 cm undir endanlegu gólfi Pálsgarðs 1. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeirri breytingu og skipulagsfulltrúa falið að ganga frá gildistöku deiliskipulagsins.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi og Kristján Þór.

Samþykkt samhljóða.

9.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - málaflokkur 13

Málsnúmer 202105058Vakta málsnúmer

Á 362. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

10.Aðalfundur Fjallalambs hf. 2021

Málsnúmer 202106039Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að tilnefna fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Fjallalambs sem haldinn verður mánudaginn 21. júní nk.
Forseti leggur til að Benóný Valur Jakobsson verði fulltrúi Norðurþings á fundinum og sveitarstjóri til vara.

Samþykkt samhljóða.

11.Umboð til byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar 2021

Málsnúmer 202106048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að veita byggðarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarorlofi sveitarstjórnar. Umboðið gildir til og með 16. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

12.Umræða um tillögu vegna SR lóðar

Málsnúmer 202106051Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri óskar eftir umræðu um tillögu samþykkta af skipulags- og framkvæmdaráði um niðurrif fasteigna og tiltekt á SR-lóðinni á Raufarhöfn.
Til máls tóku; Kristján Þór, Hjálmar Bogi og Kolbrún Ada.

Sveitarstjóri gerir það að tillögu sinni að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs, það unnið betur í samráði við hverfisráð Raufarhafnar m.t.t. tímalínu og hvort viðauki við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs verði tekinn til afgreiðslu í skipulags- og framkvæmdaráði áður en lengra er haldið. Ellegar verði gert ráð fyrir þessum kostnaði í rekstraráætlun eignasjóðs á árinu 2022.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

13.Ósk frá minnihlutanum um minnisblað um stöðu ýmissa mála

Málsnúmer 202104085Vakta málsnúmer

Á 112. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblaðið.
Til máls tóku; Kristján Þór og Hjálmar Bogi.

Lagt fram til kynningar.

14.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 202106056Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar eftir að málið sé tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Benóný og Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

15.Málefni ungmenna - ungmennahús

Málsnúmer 202106057Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar eftir að málið sé tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Kolbrún Ada og Benóný.

Lagt fram til kynningar.

16.Uppbygging útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar eftir að málið sé tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Helena Eydís, Benóný, Kristján Þór og Hrund.

Undirrituð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kanna möguleika sem og kostnað við að fá lyftu sem ætlunin er að leggja af á skíðasvæði höfðuborgarsvæðisins í Bláfjöllum til uppsetningar á skíðasvæðinu á Reyðarárhnjúki.
Helena Eydís Ingólfsdóttir

Tillagan er samþykkt samhljóða.



17.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon fer yfir verkefni sveitarfélagsins sl. liðnar vikur.
Til máls tók; Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð - 92

Málsnúmer 2105009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 92. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 18 "17. júní hátíðarhöld 2021"; Hjálmar Bogi, Helena Eydís og Birna.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð - 93

Málsnúmer 2106001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 93. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 98

Málsnúmer 2105008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 98. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Ósk um að bann verði lagt við netaveiðum á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa"; Hjálmar Bogi.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.
"Sveitarfélagið Norðurþing hafnar alfarið þeim málatilbúnaði sem lagður hefur verið fram af hálfu veiðifélaga á vatnasvæði Laxár í Aðaldal og erindi til Fiskistofu byggir á til grundvallar kröfu sömu veiðifélaga um bann við nýtingu Norðurþings á hlunnindum sem fylgja sjávarjörðum í eigu sveitarfélagsins og lögvarðar hafa verið með skýrum hætti af hálfu löggjafans.
Ekkert bendir til annars en að þær silungsveiðar sem stundaðar hafa verið fyrir landi Húsavíkur og byggja á þeim veiðiheimildum sem Norðurþing úthlutar árlega, séu bæði varfærnar og sjálfbærar, enda heimildir Norðurþings til úthlutunar veiðileyfanna bæði skýrar og óumdeildar og byggja á gildandi lögum um nýtingu hlunninda sjávarjarða.
Ljóst er að umrædd atlaga veiðifélags Laxár í Aðaldal og annarra sambærilegra er ekki sú fyrsta þar sem sótt er með jafn ómálefnalegum hætti að löglegri nýtingu hlunninda af hálfu eigenda sjávarjarða. Til rökstuðnings kröfu Norðurþings um frávísun málsins er horft til álits Umboðsmanns Alþingis (Mál nr. 4340/2005 og 4341/2005) þar sem til umfjöllunar eru stjórnvaldsákvarðanir í tengslum við takmarkanir á veiðum göngusilungs í sjó líkt og nú er kallað eftir af hálfu veiðifélags Laxár í Aðaldal að Fiskistofa beiti sér fyrir. Í því áliti gagnrýnir Umboðsmaður meðal annars þann sama skort á málefnalegum sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar stjórnvaldsákvörðun og nú er gert, en ekki síður að rannsóknarregla stjórnsýslulaga sé ekki að fullu virt, frekar en nú. Gagnrýni, álit og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis í tengslum við þau mál virðist því í öllum aðalatriðum einnig eiga við í því máli sem hér um ræðir.
Verði málinu fram haldið á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með af hálfu veiðifélaganna og Fiskistofu, byggt á jafn einhliða, haldlitlum og illa ígrunduðum gögnum og raun ber vitni, sér sveitarfélagið Norðurþing sig knúið til þess að verjast málinu af fullum þunga."

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 99

Málsnúmer 2105010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 99. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Gangstéttir á Raufarhöfn"; Hrund.

Undirrituð tekur undir áhyggjur íbúa af ónýtum gangstéttum sem eru slysagildrur og tillögur hverfisráðs Raufarhafnar þess efnis að brýnt sé að lagfæra gangstéttir þar. Það ætti að vera forgangsmál að setja niður áætlun um úrbætur á komandi árum.
Hrund Ásgeirsdóttir

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 363

Málsnúmer 2105005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 363. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 364

Málsnúmer 2105011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 364. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 221

Málsnúmer 2105004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 221. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.